Jólagjafalisti 2008
3.12.2008 | 10:48
var búin að fá fyrirspurnir frá nánum ættingjum að fá jólagjafalista ! þannig ég skeli inn á það sem mér datt í hug :)
- Bækur
- Seríu 4 af One Tree Hill á DVD
- Seríu 5 af One Tree Hill á DVD ef hún er komin til landsins.
- Fallega skartgripi, hringa og hálsmen
- Úr
- E-r skemmtilegar DVD myndir í safnið.
- Mig vantar myndavél þannig ef að e-m langar að gefa mér mjög dýra jólagjöf þá er það tilvalið !
- Stígvél helst trigger eða góða vetrarskó
- Fallega húfu
- Vettlinga líka
- Cintamani vesti svart þá.
- Föt: Langar t.d. í e-a flotta boli, leggings, peysur, gollur, sokka eða jafnvel nærföt.
- Peysu frá gestný design - helst svarta,jafnvel rauða, með e-u fallegu munstri
- E-ð fallegt ! hvað sem er, mér finnst svo gaman þegar fólk kemur mér á óvart!
- E-r skemmtileg spil !
- Svona hátalara fyrir ipod ! man ekki hvað það heitir
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Blogg blogg
13.11.2008 | 11:10
Suss suss, er sennilega lélegasti bloggari sem ég veit um!
Ástæðan fyrir því er að það er búið að vera brjááálað að gera.. 2 ritgerðir af 4 í þessum mánuði búnar. Á svo að skila einni i viðbót á næsta mánudag, þannig ég er bara rétt að taka mér smá pásu frá öllum þessu ritgerðarsmíðum með að rita hér. Svo eru líka alltaf e-r stutt kaflapróf. Sem mér er bara búið að ganga fínt í. Fékk meðal annars 8,6 í sálfræðiprófi um, og svo 7,5 í einu stærðfræðiprófi ! þannig ég er bara nokkuð sátt sko. Svo er orðið alveg skelfilega stutt í prófin! held að það séu svona 3-4 vikur ! þannig, maður þarf einnig að fara að huga að þeim ! Ekkert eðlilegt hvað þetta líður hratt, erum ný byrjuð í skólanum !
Það er farið að styttast í jólin, og ég er búin að gera alltof lítið! bara búin að kaupa 2 jólagjafir af 14 eða 12 minnir mig, þannig að það er nóg eftir! Þannig endilega, þeir sem búast við jólagjöf frá mér mega endilega segja mér hvað þeir vilja, sem ég gæti mögulega haft efni á ;) Svo bráðlega þá ætla ég að láta minn óskalisa inn á fyrir fólk sem ætlar að gefa mér gjöf og á í erfiðleikum með að finna e-ð;)
En þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa þá er ég bara hætt í bili !
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýtt blogg !
10.10.2008 | 11:41
Já sæll, ég tímdi ekki að borga meira fyrir 123.Svo ég ákvað að fá mér svona mogga blogg. Það er svo mega töff ef maður sér e-a áhugaverða frétt :) hehe..
Annars er allt fínt að frétta. Skólinn á fullu, bæ the vei þá er helmingurinn af önninni búinn. Mér finnst það sko alveg stórfurðulegt því að skólinn er rétt byrjaður ! En fínt ef þetta fer að klárast. Brjálað að gera þarf að skrifa einar 4 ritgerðir á þessar önn, og skila þeim 7nóv, 17nóv, 28 nóv og 2 des svo já ég hef nóg að gera ! Næsta vika verður mjög erfið efast ég ekki um því á mánudag er enskupróf og sögupróf og á þriðjudag sögupróf og stæ próf ef að það verður ekki fært fram á fimmtudag. En svo reyndar endar þessi vika fínt, því að það er vetrarfrí * Ég og Halldór ætlum einmitt að skella okkur austur í fríinu og láta dekra við okkur þar, alla vegana eins gott að ég fái djúpsteiktan fisk ! haha:)
Svo er líka vinnan, það er bara alveg eins og venjulega. Reyndar er vörutalning um helgina, brjálað stuð !
Já, svo átti ég afmæli um daginn eða fyrir næstum mánuði eeen. Er því orðin 18 ára gömul. Finn engan mun á því að ráða yfirsjálfri mér.. allavegana ekki enn!
Það sem er mest talað um í þjóðfélaginu í dag eins og allir vita; kreppan. Ég nenni einu sinni ekki að ræða þetta. Ég var alltaf vön að skoða frétta síður á hverjum einasta degi, en ég nenni því ekki lengur því að það er ekkert annað í fréttum heldur en þessi helv.... kreppa ég bara nenni ekki að spá í þessu! - Reyni bara algjörlega að blokka þessa umræðu. Mér finnst þetta nú farið að vera alltof mikið í umræðunni þegar lítil börn eru farin að koma heim til sín og spurja hvort að þau þurfi að selja húsin sín og hvort þau hafi ekki efni á því að kaupa í matinn, svona ættu börn ekki að þurfa að hafa áhyggjur af.
Tiss nenni einu sinni ekki að ræða þetta..
En ætlaði bara að eins að láta vita af mér ! já bless *
Guðrún Sig
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)