Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Nýtt blogg !
10.10.2008 | 11:41
Já sæll, ég tímdi ekki að borga meira fyrir 123.Svo ég ákvað að fá mér svona mogga blogg. Það er svo mega töff ef maður sér e-a áhugaverða frétt :) hehe..
Annars er allt fínt að frétta. Skólinn á fullu, bæ the vei þá er helmingurinn af önninni búinn. Mér finnst það sko alveg stórfurðulegt því að skólinn er rétt byrjaður ! En fínt ef þetta fer að klárast. Brjálað að gera þarf að skrifa einar 4 ritgerðir á þessar önn, og skila þeim 7nóv, 17nóv, 28 nóv og 2 des svo já ég hef nóg að gera ! Næsta vika verður mjög erfið efast ég ekki um því á mánudag er enskupróf og sögupróf og á þriðjudag sögupróf og stæ próf ef að það verður ekki fært fram á fimmtudag. En svo reyndar endar þessi vika fínt, því að það er vetrarfrí * Ég og Halldór ætlum einmitt að skella okkur austur í fríinu og láta dekra við okkur þar, alla vegana eins gott að ég fái djúpsteiktan fisk ! haha:)
Svo er líka vinnan, það er bara alveg eins og venjulega. Reyndar er vörutalning um helgina, brjálað stuð !
Já, svo átti ég afmæli um daginn eða fyrir næstum mánuði eeen. Er því orðin 18 ára gömul. Finn engan mun á því að ráða yfirsjálfri mér.. allavegana ekki enn!
Það sem er mest talað um í þjóðfélaginu í dag eins og allir vita; kreppan. Ég nenni einu sinni ekki að ræða þetta. Ég var alltaf vön að skoða frétta síður á hverjum einasta degi, en ég nenni því ekki lengur því að það er ekkert annað í fréttum heldur en þessi helv.... kreppa ég bara nenni ekki að spá í þessu! - Reyni bara algjörlega að blokka þessa umræðu. Mér finnst þetta nú farið að vera alltof mikið í umræðunni þegar lítil börn eru farin að koma heim til sín og spurja hvort að þau þurfi að selja húsin sín og hvort þau hafi ekki efni á því að kaupa í matinn, svona ættu börn ekki að þurfa að hafa áhyggjur af.
Tiss nenni einu sinni ekki að ræða þetta..
En ætlaði bara að eins að láta vita af mér ! já bless *
Guðrún Sig
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)